Annars árs búfræðinemar eru nú mættir á Hvanneyri og hefja fyrstu vikuna nær einungis í verklegri kennslu. Meðal námskeiða eru plægingar þar sem þau læra um jarðvinnslu, þau sækja tíma í sauðfjárrækt þar sem þau fylgjast með ómmælingum og vigtun lamba. Þá fá þau verklega kennslu í líffæra- og lífeðlisfræði búfjár og síðan vinna þau að plöntusafninu sínu. Plönturnar tíndu þau í sumar, pressuðu þær og þurrkuðu og vinna nú að námkvæmari skráningu. Hér má sjá nokkrar myndir úr tímunum.