Verkefnisstjóri óskast til að vinna að undirbúningi náms í dýralækningum

Óskað er eftir verkefnisstjóra til starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands til að leiða undirbúningsvinnu við dýralæknanám

Verkefnisstjóri óskast til að vinna að undirbúningi náms í dýralækningum

Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskóli Íslands, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði og Háskólinn á Hólum undirbúa nám í dýralækningum í samstarfi við Lífvísindaháskólann í Varsjá, Póllandi (SGGW).

Fyrirhugað er að fyrstu tvö ár námsins verði kennd á Íslandi, en síðan fari nemendur til SGGW í Póllandi og ljúki þar fullgildu prófi í dýralækningum á þremur árum. Á síðari stigum námsins verður boðið upp á hluta af verklega náminu á Íslandi.

Óskað er eftir verkefnisstjóra til starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands til að leiða undirbúningsvinnuna.

Ráðgert er að kennsluskrá sé tilbúin til uppsetningar á námsvef í janúar 2026, svo hægt sé að bjóða upp á námið haustið 2026, því er mikilvægt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skilgreining hæfniviðmiða og inntökuskilyrða í nám í dýralækningum

  • Yfirferð námskeiða og aðstöðu

  • Vinna við námskeiðslýsingar og kennsluskrá

  • Vinna við undirbúning aðstöðu fyrir verklegt nám á Íslandi

  • Þátttaka í vinnuhópum/teymisvinnu sem tengist verkefninu

  • Önnur tilfallandi verkefni


Hæfniskröfur

  • Hafa lokið námi í dýralækningum

  • Þekking og reynsla af háskólakennslu og rannsóknum æskileg

  • Góð tölvukunnátta

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku

  • Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp

  • Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 04.04.2025


Nánari upplýsingar veitir

Björn Þorsteinsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

Guðmunda Smáradóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image