Landbúnaðarháskóli Íslands leitar að öflugum einstaklingi í fjölbreytt starf tengt endurmenntunarnámskeiðum háskólans, þátttöku í markaðsstarfi, umsjón með samskiptum við hagaðila og umsýsluverkefnum á skrifstofu rektors.
Við leitum að drífandi og jákvæðum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi. Viðkomandi þarf að búa yfir góðum skipulagshæfileikum, færni til að halda mörgum boltum á lofti og getu til að fylgja málum vel eftir.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Vinna með endurmenntunarstjóra að þróun námskeiða, kynningu þeirra, framkvæmd og eftirfylgni
-
Umsjón með vef og samfélagsmiðlum háskólans
-
Gerð fréttatilkynninga og annars útgefins efnis svo sem ársskýrslu háskólans
-
Miðlun upplýsinga og margvísleg aðstoð við kynningar, viðburði, fræðslu og útgáfumál
-
Greining gagna og hagnýting tölulegra upplýsinga
-
Umsjón með fjáröflun samfélagsverkefna
-
Umsjón með Alumni Landbúnaðarháskóla Íslands
-
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Mikil reynsla af textagerð, útgáfu og almannatengslum
-
Reynsla af notkun samfélagsmiðla í kynningarskyni
-
Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa
-
Reynsla af stýringu og utanumhaldi stórra sem smárra verkefna
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
-
Góð greiningarhæfni og gott læsi á töluleg gögn
-
Rík skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2024
Nánari upplýsingar veitir
Áshildur Bragadóttir,
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000