Vel heppnaður Skeifudagur að Mið-Fossum

Skeifudagur hestamannafélagsins Grana var haldin hátíðlegur í Hestamiðstöð LbhÍ að Mið-Fossum í dag. Nemendur í reiðmennsku sýndu afrakstur vetrarstarfsins, eins og venja er þennan dag, en nemendur á Hvanneyri voru að klára áfanga í reiðmennsku og frumtamningum og kepptu um Morgunblaðsskeifuna. Reiðkennari var Heimir Gunnarsson en einnig kom Elsa Albertsdóttir að kennslu í vetur. Einnig voru útskrifaður 44 nemendur úr 2 ári í námskeiðaröð í reiðmennsku og hrossarækt er nefnist Reiðmaðurinn sem er kenndur víðs vegar um landið. Nú útskrifuðust nemendur sem voru í námi í Víðidal, Flúðum, Akureyri, Mið-Fossum og Selfossi. Einnig útskrifuðust nemendur sem kláruðu þriðja árið á Hellu.

Myndir frá Skeifudeginum á Facebooksíðu LbhÍ.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra verðlaunahafa, Björgvin Búi Jónasson, var í 3ja sæti um Morgunblaðsskeifuna, Jósef Gunnar Magnússon, var í 2. sæti um Morgunblaðsskeifuna en hann fékk líka Gunnarsbikarinn og ásetuverðlaun Félags tamningamanna. Einnig fékk hann Eiðfaxabikarinn. Elísabet Thorsteinson vann Morgunblaðsskeifuna og Skafti Vignisson sem fékk framfaraverðlaun Reynis Aðalsteinssonar.

Ýmis verðlaun eru veitt þennan dag en Morgunblaðsskeifuna í ár hlaut Elísabet Thorsteinson en fimm efstu nemendur í keppni um Morgunblaðsskeifuna voru:

 
Úrslit í Skeifukeppni:
1. Elísabet Thorsteinson - Skeifuhafi
2. Jósef G. Magnússon
3. Björgvin Búi Jónasson
4. Skafti Vignisson
5. Karen Björg Gestsdóttir
 
Úrslit í Gunnarsbikar voru sem hér segir.
1. Jósef G. Magnússon
2. Skafti Vignisson
3. Sigríður Þorvaldsdóttir
4. Elísabet Thorsteinson
5. Baldur Stefánsson
 
Úrslit í Reynisbikar
1. Íris Björg Sigmarsdóttir
2. Jón Óskar Jóhannesson
3. Erna Óðinsdóttir
4. Valgerður Gunnarsdóttir
5. Hjördís Ýr Bessadóttir
 
Ásetuverðlaun Félags tamningamanna hlaut:
Jósef G. Magnússon
 
Eiðfaxabikarinn sem er veittur fyrir besta árangur í bóklegu námi í hrossarækt :
Jósef G. Magnússon
 
Framfaraverðlaun Reynis Aðalsteinssonar:
Skafti Vignisson
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image