Vel heppnað málþing um fæðuöryggi

Málþingið fór fram í sal Þjóðminjasafns Ísland og fóru fram pallborðsumræður og spurningar úr sal að loknum erindum. Mynd LBHÍ

Vel heppnað málþing um fæðuöryggi

Vel heppnað málþing Landbúnaðarháskóli Íslands og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fór fram í liðinni viku þar sem fæðuöryggi á Íslandi var til umfjöllunar.

Á málþinginu var fjallað var um stöðu fæðuöryggis hér á landi og hvaða áskoranir og tækifæri blasa við í ljósi: Innlendrar framleiðslugetu og neyðarbirgða; áreiðanleika aðfangakeðja og virðiskeðja; áhættusviðsmynda í ljósi þróunar á alþjóðasviðinu og leiða til að styrkja fæðuöryggi til framtíðar. 

Dr. Jóhannes Sveinbjörnsson frá LBHÍ, Dr. Ólafur Ögmundarson frá HÍ og Dr. Torfi Jóhannesson frá Nordic Insight héldu erindi og var Helgi Eyleifur Þorvaldsson LBHÍ fundarstjóri. 

Í pallborði tóku þátt auk framsegjenda Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og Sigurður Eyþórssona, sérfræðings á sviði skrifstofu landbúnaðar hjá matvælaráðuneytinu.

Að loknu málþingi var boðið uppá kaffi og veitingar.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image