Vel heppnað haustþing UMSK

Í gær fór fram árlegt haustþing umhverfisskipulagsbrautar en það er orðið fastur liður í starfi UMSK-sins.  Þar koma saman nemendur, kennarar og fyrrum nemendur og velunnendur brautarinnar og kynna áhugaverð verkefni.  Helena Guttormsdóttir brautarstjóri byrjaði á því að fara yfir störf brautarinnar  frá síðasta þingi. Þá  sagði Sindri Birgisson, skipulagsfræðingur frá mastersverkefni sínu við LbhÍ „ Úr sementsstétt í skapandi stétt – Akranes á tímum sköpunar“   sem fjallar meðal annars um tækifæri til uppbyggingar á innviðum  samfélaga  út frá hugmyndum  Richard Florida um hina skapandi stétt.  Í haust hafa fimm skiptinemar frá Þýskalandi verið við nám í UMSK-inu og sögðu þau frá skólanum sínum,  Weihenstephan í Suður Þýskalandi auk þess að sýna myndir og segja frá af ferðalögum sínum um Ísland.  Að lokum kynnti Edda Ívarsdóttir, lektor, mastersverkefni sitt við Háskólann í Lundi, „Landfestar við höfnina“ en hún tók fyrir leiðir til að sporna við hækkandi sjávarhæð í Kvosinni í Reykjavík.

Gaman er segja frá þessari frétt sem birtist í gær, þar sem Edda virðist hafa séð fram í tímann og vera með lausnina...

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image