Vel heppnað haustþing

Haustþing Umhverfisskipulagsbrautar var haldið í gær, fimmtudaginn 14. nóvember. Á  dagskrá voru tvö innlegg landslagsarkitekta og félaga í Fíla, en flytjendur áttu það sameiginlegt að hafa lokið mastersnámi frá KU (áður KVL ) og að nálgast verkefnin  með óhefðbundnum leiðum.   Dagný Bjarnadóttir hefur undanfarið unnið á mörkum umhverfislistar og landslagshönnunar.  Þá hafa nokkur verkefni hennar verið unnin með þátttöku almennings og tengjast því félagslegri stoð sjálfbærrar þróunar.  Yfirskrift erindis Dagnýjar er  Úrgangur sem efniviður.

Arnar Birgir Ólafsson  starfar sjálfstætt á Akureyri en hefur einnig unnið hjá Akureyrarbæ, Teikn á Lofti og í verkefnum fyrir Landmótun.  Arnar Birgir hefur velt fyrir sér notkun forrita (og aðferða ) í landslagsarkitektúr og möguleikum opins hugbúnaðar, vinnu með 3D pdf – kynningargögn og hvernig  hægt er að nota arkitektateikningar til gera grunnteikningu af lóð og setja mannvirki  í 3D með snöggum hætti. Þá er hann að prófa notkun leikjavéla í hönnun, (hannað í gagnvirkum heimi).  Erindi Arnars Birgis nefnist  Akureyrarverkefnið 1862 og fjallar um  samvinnuverkefni  sem gekk út á að gera módel af bænum í forritinu Sketch Up út frá mikilli og fjölbreyttri rannsóknarvinnu. 

Í lokin fluttu  þriðja árs  nemendur kynningu um námsferð á Eyrarsundssvæðið.   Skipulag dagskrár var í höndum Helenu Guttormsdóttur, Eddu Ívarsdóttur (sem var að ljúka mastersnámi í sjálfbærri borgarhönnun frá Lundarháskóla) og Christian Weber sem var að ljúka mastersnámi í landslagsarkitektúr frá Ku. Christian var í hálft ár í skiptinámi við Umhverfisskipulag LbhÍ.

Meðfylgjandi mynd var tekin á þinginu. Þessar tvær eru nemendur við LbhÍ. T.v. er Dagbjört Garðarsdóttir en t.h. er Margrét Lilja Margeirsdóttir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image