Nemendur og starfsfólk taka vel á móti ykkur á háskóladeginum

Vð kynnum fjölbreytt námsframboð okkar á háskóladaginn

Háskóladagurinn verður haldinn á laugardaginn 29. febrúar frá kl 12-14 í Reykjavík. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands opna dyr sínar og verða Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri, Bifröst ásamt Landbúnaðarháskóla Íslands á svæðinu.

Hægt verður að kynna sér fjlbreytt nám við skólana og verða nemendur og starfsfólk okkar á staðnum að kynna LBHÍ og námsleiðirnar. Við verðum á neðri hæð háskólatorgs HÍ og í HR en einnig verða brautir í landslagsarkitektúr og skipulagsfræði í húsakynnum Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg.

Menntamálaráðherra setur daginn í Listaháskóla Íslands kl 12 að viðstöddum rektorum skólanna.

Verið velkomin til okkar á alla þessa staði en hægt verður að fá fríar strætóferðir á milli HÍ, HR og LHÍ allan daginn. Nemendur okkar og starfsfólk taka vel á móti ykkur!

Sjáumst á háskóladaginn! 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image