Vaxandi áhugi á námskeiðum í trjáfellingum síðustu ár

Endurmenntun LbhÍ hefur haldið námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög um langt skeið og hefur áhuginn farið vaxandi og haldist í hendur við aukna skógrækt í landinu. Fyrr í mánuðinum fylltist á fyrsta námskeið ársins og aðeins 1 pláss laust á næsta námskeið sem fram fer 25.-27. janúar hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. Þá hefur verið óskað eftir að fljótlega verði haldið námskeið á Austurlandi og því nóg að gera hjá Björgvini Erni Eggertssyni skógfræðingi hjá LbhÍ kennt hefur á námskeiðunum. Björgvin segir að þeir sem sækja námskeiðin séu fjölbreyttur hópur skógareigenda, sumarhúsaeigenda, skrúðgarðyrkjumanna sem sjái um hirðingu opinna svæða fyrir sveitarfélög, fólks frá skógræktarfélögum og annarra áhugasamra einstaklinga sem vilja kynna sér fellingartækni og rétt vinnubrögð. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image