Varðveisla erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði – Landsáætlun erfðanefndar

Landsáætlun erfðanefndar landbúnaðarins (2024-2028) hefur verið birt í fjórða sinn, með henni er mótuð stefna nefndarinnar um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði.

 

Landsáætlunin nær yfir nytjaplöntur, skóg, búfé og villta ferskvatnsfiska og í öllum þessum flokkum eru tegundir og/eða stofnar sem gæta þarf að.

 

Varðveisla erfðabreytileika og sjálfbær nýting erfðaauðlinda eru lykilatriði varðandi framtíð matvælaframleiðslu í landbúnaði.  Erfðabreytileiki er undirstaða þess að nytjategundir geti aðlagast breyttum umhverfisaðstæðum og er jafnframt forsenda þess að hægt sé að stunda árangursríkar kynbætur til framtíðar. Í umræðu dagsins um loftslagsbreytingar og aðrar umhverfisógnir sem geta haft veruleg áhrif á framleiðslu matvæla í landbúnaði verður þetta starf sífellt mikilvægara.

 

Landsáætlunin nær yfir nytjaplöntur, skóg, búfé og villta ferskvatnsfiska og í öllum þessum flokkum eru tegundir og/eða stofnar sem gæta þarf að. Á Íslandi eru það ekki síst íslensku búfjárkynin sem skapa sérstöðu landbúnaðar hér á landi og þau eru því áberandi í áætluninni hverju sinni. Til að standa vörð um erfðaauðlindir í landbúnaði er nauðsynlegt að verndun þeirra búfjárkynja sem standa höllustum fæti sé tryggð.

Landsáætlun erfðanefndar landbúnaðarins má nálgast hér og á heimasíðu nefndarinnar agrogen.is

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image