Skýrsla um úttekt á öndunarfæravandamálum í sauðfé. Rannsóknin var unnin í samstarfi LbhÍ, Keldna og Matvælastofnunar

Úttekt á öndunarfæravandamálum í sauðfé

Út er komin skýrsla um úttekt á öndunarfæravandamálum í sauðfé en rannsóknin var unnin í samstarfi LbhÍ, Keldna og Matvælastofnunar. Skýrslan er nr 116 í ritröð LbhÍ

Hósti í fé, einkum haustlömbum og ásetningslömbum, er þekkt vandamál á Íslandi en umfang og orsakir hósta hafa hingað til ekki verið skráð skipulega. Telja má að vandamálið sé alvarlegra á sumum búum en öðrum en til þess að vinna markvisst gegn öndunarfærasjúkdómum er mikilvægt að kortleggja eðli og útbreiðslu þeirra sjúkdóma sem algengastir eru.

Rannsóknin var tvíþætt: Í fyrsta lagi var gögnum safnað um algengi, einkenni og afleiðingar öndunarfærasjúkdóma, með spurningalista til sauðfjárbænda, í öðru lagi voru lungu skoðuð í tveimur sláturhúsum, fjóra daga í hvoru, með tilliti til sýnilegra vefjabreytinga. Niðurstöður sýna að kregða er til staðar á öllu landinu, en í langflestum tilfellum voru breytingar það vægar að ólíklegt var að þær hefðu valdið greinilegum klínískum einkennum eða vanþrifum. Í nærri öllum lungum fundust vefjaskemmdir eftir lungnaörðuorma og vísbendingar eru um að þær skemmdir minnki ekki alltaf með aldri og viðbrögðum ónæmiskerfisins.

Í framhaldinu er nauðsynlegt að gera úttekt á ásetningslömbum og heilsufari þeirra fyrsta veturinn til þess að komast að því hvernig vefjabreytingar af völdum kregðu, lungnaörðuorma og annarra öndunarfærasjúkdóma þróast og hafa áhrif á vöxt, heilsufar og velferð þeirra.

Ritið má finna undir www.lbhi.is > rannsóknir > útgefið efni > Rit LBHÍ 

Pdf skjal má finna hér 

Höfundar:
Charlotta Oddsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Ólöf G. Sigurðardóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Sigrún Bjarnadóttir Matvælastofnun

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image