Uppskeruhátíð og útskrift í Reiðmanninum

Útskriftardagur Reiðmannsins

Þann fyrsta maí var haldin útskriftarhátíð í Reiðmanninum l og ll sem er nám á vegum Endurmenntunar LBHÍ og er ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur.

Reiðmaðurinn er haldinn um land allt og komu sjö reiðmannshópar saman á Mið-Fossum í hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands og fögnuðu tímamótunum ásamt því að keppt var um Reynisbikarinn en Reynir Aðalsteinsson tamningameistari var upphafsmaður námsins og hefur það notið mikilla vinsælda í áraraðir.

Fjölmennt var á útskriftarhátíðinni sem fram fór í góðu veðri og voru á þriðja hundrað manns sem mættu til að taka þátt í deginum og fagna útskriftarlokum hjá tæplega 100 nemendum. Á haustönn luku eining 50 til viðbótar framhaldsnámi Reiðmannsins.

Helena Rut Arnarsdóttir og Guðrún Margrét Steingrímsdóttir hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur

 

Tveir nemendur fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í bóklegu og verklegu námi í Reiðmanninum. Í Reiðmanninum I hlaut Helena Rut Arnarsdóttir viðurkenningu og í Reiðmanninum II var það Guðrún Margrét Steingrímsdóttir  sem hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Reynisbikarinn

Keppt var um Reynisbikarinn og voru sex nemendur í Reiðmanninum II sem hæst stóðu yfir landið sem fengu tækifæri til að sýna prógrömm sín og keppa um bikarinn. Í ár stóð uppi sem sigurvegari Guðmundur Árnason sem hampaði Reynisbikarnum.

Reiðmaðurinn 2
Niðurstöður

  1. Guðmundur Árnason 8,6
  2. Björn Ragnar Morthens 8,46
  3. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir 8,26
  4. Elka Halldórsdóttir 8,21
  5. Inga Þórey Ingólfsdóttir 8,13
  6. Elísabet Gunnarsdóttir 8,1

Einnig kepptu níu hæstu nemendur af fyrsta ári með prógrömm sín á hestum sínum. Þar stóð uppi sem sigurvegari Sigríður Fjóla Viktorsdóttir.

Reiðmaðurinn 1
Niðurstöður

  1. Sigríður Fjóla Viktorsdóttir 9 5
  2. Magnús Karl Gylfason 8,71
  3. Bryndís Gylfadóttir 8,63
  4. Steinunn Guðbjörnsdóttir 8,35
  5. Tinna Dögg Kjartansdóttir 8,23
  6. Anna Berg Samúelsdóttir 8,19
  7. Hrafn Einarsson 8,14
  8. Guðrún Hanna Kristjánsdóttir 8,05
  9. Stefanía Malen Stefánsdóttir 7,77

Gæðingatölt

Á útskriftardeginum var einnig keppt í gæðingatölti og gátu allir nemendur Reiðmannsins skráð sig til þátttöku. Tæplega 45 voru skráðir til leiks og var boðið upp á tvo flokka, einn flokk fyrir meira vana og annan flokk fyrir minna vana.

Úrslit í gæðingatölti urðu eftirfarandi:

1. flokkur, meira vanir

  1. sæti: Birting frá Birkihlið, knapi Magnús Karl Gylfason 8.583
  2. sæti: Svörður frá Arnarstöðum, knapi Guðmundur Árnason 8.55
  3. sæti Hrafn frá Ferjukoti, knapi Hrafn Einarsson 8.492
  4. sæti Eldur frá Borgarnesi knapi Ólafur Guðmundson 8.467
  5. sæti Prins frá Syðra- Skörðugili knapi Fjóla Viktorsdóttir 8.342
  6. sæti Dáti frá Húsavik knapi Katrín Von Gunnarsdóttir( 8.408 )( missti skeifu í a-úrslitum)
  7. sæti Snilld frá Hlíð knapi Guðrún Hanna Kristjánsdóttir 8.3
  8. sæti Hekla frá Leifsstöðum knapi Stefan Bjartur Stefánsson 8.283
  9. sæti Dimmir frá Hvítanesi knapi Ísak Andri Ármannsson 8.275 
  10. sæti Kjalar frá Kili knapi Inga Ingólfsdóttir 8.033

2. flokkur, minna vanir.

  1. sæti Myrkvi frá Geitaskarði knapi Sigurður Örn Ágústsson 8.517
  2. sæti Tinna frá Lækjarbakka 2 knapi Svanheiður Lóa Rafnsdóttir 8.408
  3. sæti Kóróna frá Birkihlið, knapi Bryndís Gylfadóttir 8.358
  4. sæti Kvika frá Fákshólum knapi Halldóra Jónasdóttir 8.325
  5. sæti Brák frá Vatnshömrum knapi Rósa Björk Jónsdóttir 8.242
  6. sæti Náttfari frá Lindarholti knapi Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir8.233
  7. sæti Feykir frá Móabergi knapi Atli Rafn Sigurðarson 8.225
  8. sæti Fiðla frá Einiholti knapi Grímur Valdimarsson 8.2
  9. sæti Hugur frá Eystra-Hól knapi Steinunn Guðbjörnsdóttir 8.192
  10. sæti Eyvi frá Hvammi lll knapi Solveig Pálmadóttir 8.142

Við óskum öllum útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og hlökkum til að taka á móti nýjum nemendum næsta vetur. Reiðmaðurinn I og II verður í boði á 10 stöðum á öllu landinu sem auk þess sem fjórir framhaldshópar verða í boði. Allar nánari upplýsingar og skráning er á vef Endurmenntunar LBHÍ. Sérstakar þakkir fá Réttskil og Kaupfélag Borgfirðinga fyrir veglega og rausnarlega styrki. Innilegar þakkir fá allir reiðkennararnir sem gáfu sér tíma til að koma og styðja sína nemendur, gæðingadómarar sem komu og dæmdu vel heppnað gæðingatölt, og ekki síst þau sem aðstoðuðu ómetanlega með kröftum sínum að gera þennan glæsilega dag að veruleika.

Fleiri myndir frá deginum má finna á Facebook síðu Reiðmannsins

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image