Reiðmenn keppa um Reynisbikarinn

Útskriftardagur í Reiðmanninum

Sunnudaginn 1. maí er útskrift í Reiðmanninum fyrir nemendur í Reiðmanninum I og Reiðmanninum II. Útskriftin verður haldin í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Mið-Fossum í Borgarfirði. 

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að 2 efstu í lokaprófi í hverjum útskriftarhópi á fyrsta og öðru ári hljóta rétt til þátttöku í keppni sem fram fer á útskriftardeginum. Knaparnir sýna prógörmmin sín frá því fyrr um vorið og eru alls 16 reiðmenn með þátttökurétt, átta af hvoru ári. Þrjú efstu prógrömmin í Reiðmanninum II munu svo ríða aftur til úrslita um Reynisbikarinn, sem er farandbikar Reiðmannsins. 

Á útskriftardeginum verður einnig haldið lítið mót sem allir nemendur í Reiðmanninum I og Reiðmanninum II eiga rétt á að taka þátt í sér að kostnaðarlausu. Keppt verður úti á reiðvelli ef veður leyfir en að öðrum kosti verður mótið fært inn í reiðhöllina. 

Á mótinu verður keppt í gæðingatölti í tveimur flokkum; einn flokkur er fyrir minna vana reiðmenn og annar flokkur fyrir meira vana reiðmenn. Tveir til þrír eru inni á reiðvellinum í einu og er riðið eftir þul, gæðingatölt, hægt tölt, snúið við og frjáls ferð á tölti. Þrír gæðingadómarar dæma á mótinu og er gefin einkunn fyrir hægt tölt, frjáls ferð tölt, fegurð í reið og vilja. 

Nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LBHÍ

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image