Úthlutun úr Rannsóknasjóði fór fram við hátíðlega athöfn á Hótel Natura föstudaginn 12. janúar s.l. Alls bárust 353 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 67 þeirra styrktar eða 19% umsókna.
Landbúnaðarháskóli Íslands sendi inn 10 umsóknir og fékk fjórar þeirra samþykktar, tvo verkefnisstyrki, einn nýdoktorsstyrk og einn doktorsnemastyrk.
Verkefnisumsóknir okkar sem hlutu styrk eru: Áhrif endurheimtar votlendis á jöfnuð gróðurhúsalofttegunda og aðra vistkerfisferla (ReWet) sem Prof. Bjarni Diðrik Sigurðsson leiðir.
Erfðaleg aðlögun byggs að krefjandi umhverfisaðstæðum sem Dr. Egill Gautason leiðir.
Dr. Maartje Tanneke Nel Oostdijk hlaut nýdoktorsstyrk fyrir verkefnið Heildræn nálgun við val á verndarsvæðum í hafi.
Mathilde Florence Marie Defourneaux fékk doktorsnemastyrk til verkefnisins Mat á hlutverki grasbíta í endurdreifingu næringarefna í íslensku túndrunni.
Við óskum öllum sem komu að þessum umsóknum innilega til hamingju.
Yfirlit yfir allar styrktar rannsóknir er að finna á vef Rannís.