Frá úthlutun úr Orkurannsóknarsjóði. MYND skjáskot af landsvirkjun.is

Úthlutun úr Orkurannsóknarsjóði

Úthlutað hefur verið úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar í fimmtánda sinn. Að þessu sinni voru veittir 35 verkefnastyrkir til orkumála og til rannsókna á náttúru og umhverfi; þar með taldar rannsóknir til notkunar vistvænna orkugjafa í samgöngum og iðnaði.

Tilgangur Orkurannsóknasjóðs er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála, hvetja námsmenn til að velja sér viðfangsefni á þessu sviði, gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir aðstoði við að ná fram framtíðarsýn fyrirtækisins, sem er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku.“ Segir í fréttatilkynningu á vef Landsvirkjunnar

Fjölbreytt og spennandi verkefni innan Landbúnaðarháskóla Íslands hlutu styrki og óskum við öllum styrkþegum innilega til hamingju.

  • Bjarni D Sigurðsson prófessor. Mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum: Er áburðargjöf í skógrækt umhverfislega sjálfbær?
  • Hlynur Óskarsson dósent. Endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð: Beinar háhraðamælingar með iðufylgnitækni (EDDY)
  • Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri ásamt Sunnu Skeggjadóttur aðstoðarmanns í rannsóknum, fyrir verkefnið Olíuauður Íslands - hámörkun arðsemi olíujurtaræktunar og lífdísilframleiðslu.
  • Mathilde Defoutneaux doktorsnemi. Assessing the faecal nutrient contribution of the herbivore community on the Icelandic tundra.
  • Pavla Dagsson Waldhauserová sérfræðingur. Hvað er grafið í snjó og ís undir ösku og ryki?
  • Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor og Rúna Þrastardóttir sérfræðingur í rannsóknum fyrir verkefni um skordýrarækt á Íslandi.

Hlekkur á frétt á vef Landsvirkjunnar

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image