Í gær var úthlutað námsstyrkjum úr minningarsjóði Hjartar Snorrasonar og Ragnheiðar Torfadóttur við hátíðlega athöfn í Skemmunni á Hvanneyri. Alls var úthlutað styrkjum til átta meistaranema og hlaut hver og einn styrk að upphæð kr. 500.000. Styrkþegar eru sem hér segir: Egill Gunnarsson, Guðfinna Lára Hávarðsdóttir, Helgi Elí Hálfdánarson, Hrannar Smári Hilmarsson, Lilja Dögg Guðnadóttir,Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, Snorri Þorsteinsson og Snædís Anna Þórhallsdóttir.
Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Hjört Snorrason og Ragnheiði Torfadóttur, skólastjórahjón á Hvanneyri, af sonum þeirra á 75 ára afmæli Hvanneyrarskólans.
Á myndinni má sjá stjórn sjóðsins ásamt styrkþegum sem gátu komið en þrír eru farnir utan til framhaldsnáms. F.v. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, Jóhannes Sveinbjörnsson deildarforseti auðlindadeildar og Ragnheiður Torfadóttir, fyrrum rektor MR og barnabarn Hjartar og Ragnheiðar. Þá koma styrkþegarnir Hrannar Smári Hilmarsson, Egill Gunnarsson, Guðfinna Lára Hávarðsdóttir, Lilja Dögg Guðnadóttir og Snorri Þorsteinsson.
Sjá myndir á Facebook-síðu LbhÍ:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151774167437182.1073741837.79150362181&type=1