Ragnheiður I. Þórarinsdóttir afhendi Katrínu Björnsdóttur styrk úr Blikastaðasjóð við hátíðlega brautskráningu Landbúnaðarháskóla Íslands 1. júní s.l.
Fyrsta úthlutun úr Framfarasjóði Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk
Þann 1. júní síðastliðinn var úthlutað í fyrsta skipti úr Framfarasjóði Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk. Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvörðun Geirlaugar Þorvaldsdóttur og er tilgangur sjóðsins að styrkja nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) til framhaldsmenntunar og til að styrkja rannsóknir nemenda á fagsviði LbhÍ. Karen Björg Gestsdóttir hlaut að þessu sinni styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 300.000 til meistaranáms við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún mun hefja meistaranám sitt í haust með skiptinámi við Háskólann í Árósum. Áhersla verður lögð á fóðrun og heilsufar búfjár. Geirlaug Þorvaldsdóttir afhenti verðlaunin við hátíðlega brautskráningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem haldinn var í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Úthlutað úr Blikastaðasjóði
Katrín Björnsdóttir hlaut að þessu sinni styrk úr sjóðnum til að hefja doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands, að upphæð kr. 1.000.000. Verkefnið snýr að því að kanna áhrif beitar og verndar á vistkerfi á norðurslóðum. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og stjórnarformaður sjóðsins afhenti verðlaunin. Blikastaðasjóðurinn var stofnaður árið 1999 af Sigsteini Pálssyni, fyrrverandi bónda á Blikastöðum og fjölskyldu hans, til minningar um Helgu Jónínu Magnúsdóttur, fyrrverandi húsfrú á Blikastöðum og hjónin Þ. Magnús Þorláksson og Kristínu Jónatansdóttur, fyrrum ábúendur á Blikastöðum. Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur til framhaldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðarvísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er heimilt að verðlauna nemendur Landbúnaðarháskólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi.