Hádegisfundur um stöðu þekkingar og rannsókna á kolefnisbúskap lansins.

Úthaginn, kolefnið og loftslagsbókhaldið

Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðslan, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtökin bjóða til hádegisfundar um stöðu þekkingar og rannsókna á kolefnisbúskap landsins.

Fundurinn er haldinn á alþjóðlegum degi jarðvegs, fimmtudaginn 5. desember, í Veröld – húsi Vigdísar í Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 12.00 og áætlað er að henni ljúki kl. 13.30.

Ólafur Arnalds jarðvegsfræðingur við LbhÍ mun ræða um úthagann og stöðu kolefnisbúskaparins, Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri samskipta og áætlana hjá Landgræðslunni, fjallar um hvaða þekkingu er þörf á í málaflokknum og Borgar Páll Bragason, fagstjóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, mun miðla upplýsingum um þá ráðgjöf sem er í boði í landnýtingu.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda

Árið 2017 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda, sem talin var fram á Íslandi, um 14 milljónir tonna CO2. Þar af voru tæpar fimm milljónir tonna, 35%, vegna beinna umsvifa landsmanna (samgöngur, iðnaður, landbúnaður, úrgangur) en rúmar níu milljónir tonna frá framræstu votlendi, 66%. Til viðbótar, samkvæmt ólíkum forsendum sem menn gefa sér, gæti rofinn úthagi á Íslandi verið að losa 2–20 milljónir tonna CO2 og heildarlosun landsins því legið á bilinu 16–34 milljónir tonna CO2 á hverju ári.

Styrkja þarf grunnþekkingu

Þessi mikla óvissa sýnir að styrkja þarf verulega vísindalega grunnþekkingu á losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum landgerðum og möguleika þeirra til bindingar. Þetta er mikilvægt m.a. til að styðja við áætlun um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 og til að fylgja eftir aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála og samstarfi við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað. Þá liggur fyrir að fyrirhugað sameiginlegt loftslagsbókhald með Evrópusambandinu og Noregi frá og með næsta ári kallar á mun nákvæmari upplýsingar um losun frá landi en hingað til hefur verið unnt að veita.

Dagskrá hefst kl. 12.00

  • Kolefnið, úthaginn og moldin - Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Hvað þurfum við að vita? - Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri hjá Landgræðslunni
  • Ráðgjöf í landnýtingu - Borgar Páll Bragason - fagstjóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Umræður

Fundarstjóri: Unnur Brá Konráðsdóttir, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu

Staður: Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1. Fyrirlestrasalur: VHV-023

Hádegisfundurinn er öllum opinn en skráning er hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image