Útgáfuhóf - Nordic Experiences of Sustainable Planning, Policy and Practice.

Í rúman áratug hefur verið vaxandi áhersla á sjálfbærni í skipulagi á Norðurlöndum. En er að verða stefnubreyting í skipulagi og rannsóknum í skipulagsmálum er varðar sjálfbærni? Eða er sjálfbærni umræðan að leiða til pattstöðu í skipulagi?

Í nýútkominni bók, Nordic Experiences of Sustainable Planning, Policy and Practice, er yfirlit skipulagskerfa á Norðurlöndum þar sem vaxandi áhersla á sjálfbærni er dregin fram. Valinkunnir fræðimenn á sviði skipulagsfræða, borgarhönnunar, arkitektúrs, landslagshönnunar, hagfræði, fasteignamála og ferðamennsku rýna í hvernig hugmyndin um sjálfbærni hefur mótað rannsóknir í skipulagsmálum á Norðurlöndum. Dæmi frá Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku varpa ljósi á þann lærdóm sem draga má af reynslu þeirra af sjálfbærni og gefa hugmynd um framtíðarþróun. Með áherslu á raunverulegar aðstæður og staðbundin skipulagsverkefni gefur bókin grunn undir frekari umræður um stöðu skipulagsmála með tillitit til sjálfbærni.
Bókin nýtist nemum og fræðimönnum með áhuga á skipulagsmálum, umhverfismálum, arkitketúr og borgarhönnun.

Sigríður Kristjánsdóttir, brautarstjóri skipulagsfræðibrautar við LbhÍ, ritstýrir bókinni sem er ritrýnd og gefin út af Routledge.

Í tilefni útgáfunnar er boðað til útgáfuhófs í sal Þjóðminjasafns Íslands miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 16:00-18:00. Ritstjóri kynnir bókina.
Verið velkomin að koma og fagna útgáfu bókarinnar Nordic Experiences of Sustainable Planning, Policy and Practice. Allir velkomnir!

Sjá viðburð á Facebook!

 

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image