Úttekt á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt sem gerð var af Ólafi Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands

Út er komið Rit LBHÍ nr. 118 - Á röngunni. Alvarlegir hnökrar á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt. Rit LbhÍ nr. 118

Úttekt á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt sem gerð var af Ólafi Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands

Út er komin úttekt á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt sem gerð var af Ólafi Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritið er nr 118 í ritröð LBHÍ og ber heitið Á röngunni - Alvarlegir hnökrar á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt. 

Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur. Meðal þeirra eru kröfur er varða umhverfisáhrif sauðfjárbeitar; að framleiðslan standist viðmið fyrir sjálfbærni og ástand landsins sem er beitt. Ritið byggir m.a. á gögnum sem var aflað frá Matvælastofnun og Landgræðslunni í kjölfar niðurstöðu „Úrskurðarnefndar um upplýsingamál“ í kjölfar kæru til nefndarinnar.

Skoðun gagnanna leiddi í ljós að margt hefur þar farið úrskeiðis og að þörf er á að gera grein fyrir þróun og stöðu þessara mála á opinberum vettvangi. Vakin er athygli á að í lok hvers kafla ritsins er samantekt. Einnig er vakin athygli á að í 8. kaflanum er leitast við að benda á nýjar leiðir við nálgun á nýtingu afréttarlands. Málið varðar aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um 15% sauðfjárræktarinnar.

Ritið í heild sinni má finna inná www.lbhi.is > rannsóknir > útgefið efni > Rit LBHÍ 

Pdf skjal má finna hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image