Uppskeruhátíð samstarfsáætlana ESB

Uppskeruhátíð samstarfsáætlana ESB var haldin í síðustu viku í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík.  Landbúnaðarháskóli Íslands hlaut þar viðurkenningu fyrir verkefnið Sheepskills / fræðsluverkefni fyrir sauðfjárbændur í fimm Evrópulöndum.

Í umsögn sagði að stjórnendur verkefnisins hefðu staðið sig mjög vel við að reka það. „Bæði voru skýrsluskil góð og fjárhagslegt utanumhald til fyrirmyndar. Starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands tókst að virkja alla þátttakendur í verkefninu til að gera í raun meira en farið var fram á í umsókninni. Sheepskills verkefnið hefur á skemmtilegan hátt opnað augu fólks í hefðbundinni atvinnugrein fyrir möguleikum á því að nýta nýja tækni og alþjóðlegt samstarf til að auka menntun og gæðaviðmið í faginu.“  Samstarfslönd voru Danmörk, Þýskaland, Ungverjaland og Tyrkland.

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var sl. föstudag í Hafnarhúsinu,  eru f.v. Margrét Magnúsdóttir, kennari, Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor við LbhÍ en hún stýrði verkefninu, og Theodóra Ragnarsdóttir, fjármálastjóri LbhÍ, sem stjórnaði fjármálunum. Þess má geta að Margrét er móðir Ragnhildar.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image