Upplýsingar til nýnema

Nú fer skólaárið 2016-2017 að hefjast. Nýnemar eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér upplýsingarnar sem er að finna hér fyrir neðan.

HÁSKÓLANÁM

Móttaka nýnema í BS námi verður mánudaginn 22. ágúst kl. 9.00 í Ásgarði, Hvanneyri. Skyldumæting er fyrir alla nýnema í BS námi, þrjá fyrstu daga annarinnar, það er að segja dagana 22., 23. og 24. ágúst. Á nýnemadegi er farið yfir hagnýt atriði er varða skólastarfið, skráningar- og kennslukerfi sem eru í notkun, ásamt fundi með brautarstjóra, kynningu á starfi námsráðgjafa, starfsemi nemendafélagsins og skoðunarferð um Hvanneyrarstað. Dagana 23. og 24. ágúst hefst síðan kennsla í bland við samverustundir með eldri nemendum og kennurum.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá eldri BS nemum, mánudaginn 22. ágúst.

Sjúkra- og endurtökupróf í háskóladeildum verða haldin 17 – 19. ágúst og hefst skráning í þau próf í ágúst byrjun.

BÚFRÆÐI

Móttaka nýnema í búfræði verður mánudaginn 29. ágúst kl. 9:00 í Ásgarði, Hvanneyri. Kennsla hjá eldri búfræðingum hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 29. ágúst.

GARÐYRKJA

Móttaka nýnema í garðyrkju hefst mánudaginn 29. ágúst kl. 9:00 á Reykjum í Ölfusi.

Aðrar upplýsingar

Breytingar hafa verið gerðar á tölvustofu skólans á Hvanneyri en þar eru einungis tíu tölvur til notkunar núna. Nauðsynlegt er því að nemendur séu með sínar eigin fartölvur sem eru nægilega öflugar fyrir þann hugbúnað sem námið krefst. Þau forrit sem aðallega eru nýtt í náminu eru; tölfræðiforritið SAS, forritið Arc-GIS sem notað er við landupplýsingakerfi og Microstation sem notað er við tölvustudda hönnun. Flest forrit eru aðgengileg á netinu og aðstoðar tölvudeild við uppsetningu eftir þörfum.

Forrit notuð í Búfræði eru Jörð.is, DK búbót, Huppa, Fjárvís og eru þau öll á netinu. Leiðbeiningar um aðgang að hugbúnaði er að finna í Uglu undir Tölvuþjónusta.

 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image