Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ásamt fulltrúum háskólanna.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ásamt fulltrúum háskólanna. Ljósmynd Birgir Ísleifur.

Undirritun samstarfssamninga háskólanna

Samningar um samstarfsverkefni sem hlutu styrk við úthlutun úr verkefninu Samstarf háskóla snemma á árinu voru formlega undirritaðir í vikunni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði samningana ásamt rektorum og/eða fulltrúum allra háskóla landsins.

Landbúnaðarháskóli Íslands fékk styrk í 9 verkefni og leiðir tvö þeirra.

Ísland verði í forystu í framleiðslu nýrra próteina

LBHÍ leiðir verkefnið í samstarfi við HÍ sem snýr að því að koma upp aðstöðu til rannsókna og nýsköpunar á sviði næstu kynslóða matvæla- og fóðurpróteina og byggja upp nám á þessu sviði. Ætlunin er að taka þátt í þeirri umbyltingu sem er að eiga sér stað í matvælaframleiðslu í heiminum þar sem hugað að er sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu próteingjafa úr þörungum, skordýrum, einfrumungum og með frumuvökum. Markmiðið er að koma Íslandi í forystu á sviði framleiðslu nýrra próteina sem er ört vaxandi svið í heiminum. 

Þverfaglegt meistaranám í skipulagsfræði

Þá leiðir LBHÍ samstarf HÍ, HR og LHÍ til að greina forsendur fyrir þverfaglegu M.Sc. námi í skipulagsfræði en námið byggir á þekkingu úr náttúruvísindum, félagsvísindum og arkitektúr. Harpa Stefánsdóttir heldur utanum það verkefni fyrir hönd LBHÍ og hefur Anna Sigríður Jóhannsdóttir verið ráðin inn til aðstoðar við þá vinnu.

Aukin gæði náms með öflugu samstarfi

Samstarf háskóla var upphaflega kynnt í september sl. þar sem fram kom að ráðherra myndi veita alls tveimur milljörðum króna til aukins samstarfs íslenskra háskóla á tveimur árum. Um helmingi þeirrar upphæðar hefur nú verið útdeilt og verður sambærilegri upphæð veitt til verkefna síðar á árinu. Nánar í frétt á stjornarradid.is

Hér má sjá yfirlit yfir öll verkefni sem fengu styrk.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image