https://endurmenntun.lbhi.is/

Tvö námskeið í beiðslisgreiningu á Norðurlandi

Í samstarfi við Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Búnaðarsamband Suður Þingeyinga heldur Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) tvö námskeið í beiðslisgreiningu og frjósemi mjókurkúa um miðjan nóvember. Annað námskeiðið er haldið hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar í Búgarði miðvikudaginn 17. nóvember kl. 10-17 og síðara námskeiðið er haldið í félagsheimilinu Ýdölum í nágrenni Húsavíkur fimmtudaginn 18. nóvember kl. 10-17. Þorsteinn Ólafsson kennir á námskeiðinu. Fjallað verður um frjósemi mjólkurkúa, eðlilega hegðun kúa þegar þær beiða, aðferðir til að meta beiðslis og hvernig hægt er að nota upplýsingar úr huppa.is til að meta frjósemina á búinu. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að bæta það sem farið getur betur í búrekstrinum sem snýr að því að koma kálfi á kýrnar. Skráning og nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ,

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframsleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image