Hópur þýskra skógfræðikennara og annars fagfólks í skógargeiranum í Mecklenburg-Vorpommern í Þýskalandi heimsótti Hvanneyri í dag. Þessi hluti Þýskalands var nánast skóglaus fyrir 200 árum, þegar skipulögð skógrækt hófst þar. Það má því segja að fræðsluferð þeirra til Íslands til að kynna sér stöðu skógræktarmála hér hafi verið ferð til sinnar eigin fortíðar. Það var einkar fróðlegt að bera saman þróun skógarmála á Íslandi og í Mecklenburg-Vorpommern og ljóst er að við getum lært mikið af þeirra reynslu. Ferð þeirra til Íslands er farin með styrk frá "ERASMUS+ VET Mobility" kerfi Evrópusambandsins.
Þýski hópurinn ásamt þeim Aðalsteini Sigurgeirssyni og Sæmundi Kr. Þorvaldssyni frá Skógræktinni. Ljósm. Bjarni Diðrik Sigurðsson (LbhÍ).