Þórarinn Ragnarsson reiðkennari í Reiðmanninum hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið valinn í íslenska landsliðið í hestaíþróttum. Við óskum Þórarni innilega til hamingju með landsliðsvalið og tilnefninguna, hann er sannarlega vel að þessu kominn.
Þórarinn átti frábært ár í fimmgangi með Herkúles frá Vesturkoti og vann til silfurverðlauna á Landsmóti og Íslandsmóti í greininni ásamt því að vera sterkur í skeiðgreinum á árinu. Þetta er frábært afrek hjá Þórarni og þess má einnig geta að hann var tilnefndur af Landssambandi hestamannafélaga til Skeiðknapa ársins 2024.
Hefur þú áhuga á að vita meira um nám í Reiðmanninum? Nánari upplýsingar á https://endurmenntun.lbhi.is/