Þétting byggðar á eftir að valda núningi

Þétting byggðar er eitt af aðaláhersluatriðum í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur sem gildir til 2030. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir líklegt að þétting byggðar eigi eftir að valda núningi. Borgaryfirvöld verði að vanda upplýsingagjöf. Sigríður var í viðtali við Ríkisútvarpið, en hér er hægt að hlusta á Sigríði.

Sigríður fór meðal annars yfir hvers vegna byggðin í Reykjavík þróast eins og hún hefur gert. Eftir að byrjað var að byggja út fyrir Hringbraut höfðu frárennslismál mikið að segja hvar byggt var; svæði þar sem gott var að koma fyrir skolplögnum voru lögð undir byggð. Með tíð og tíma hafi byggðin þanist út og sé nú komin upp á heiðar.

Að mörgu er að hyggja við þéttingu byggðar og segir Sigríður líklegt að það komi til með að valda ákveðnum núningi við íbúa sem finnist að sér þrengt. Þess vegna sé mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að tryggja gott upplýsingaflæði og samráð við íbúa - og hafa í huga að samráð merki ekki að borgarnir eigi að vera sammála þeim sem ráða.

Hún nefnir dæmi frá Svíþjóð sem góða fyrirmynd en Toronto í Kanada sem víti til að varast, þar sem skýjakljúfar hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Það sé jákvætt að háhýsum séu takmörk sett í nýju aðalskipulag en sumt skjóti skökku við, til dæmis svonefnd vaxtamörk. Erlendis séu þau yfirleitt dregin í útjaðri þeirrar byggðar sem þegar sé búið að skipuleggja en í Reykjavík sé vaxtalínan dregin við Elliðaár. Þannig sé borginni skipt upp í tvo hluta. Fasteignaverðið vestan Elliðaáa komi líklega til með að hækka en lækkað í hinum hlutanum.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image