Jóhannes og Kristján Þór að lokinni kynningu á skýrslu um stöðu sauðfjárbænda á Íslandi og tækifæri til að bæta hana. MYND/af vef stjornarradid.is

Tækifæri til bættrar afkomu í sauðfjárrækt

Tækifæri íslenskra sauðfjárbænda til bættrar afkomu liggja í áframhaldandi hagræðingu í búrekstri, hagræðingu í rekstri sláturhúsa og hagkvæmara fyrirkomulagi útflutnings. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um um afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og leiðir til að bæta hana. Skýrslan var unnin að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var kynnt í dag á opnum streymisfundi. Jóhannes Sveinbjörnsson dósent og annar skýrsluhöfunda kynnti innihald hennar. Frétt á vef stjórnarráðs.

Upptöku af fundinum má sjá hér.

Auk ítarlegrar umfjöllunar um stöðu sauðfjárframleiðslu í landinu fylgja tillögur að aðgerðaráætlun til að bæta stöðu greinarinnar. Í skýrslunni er staðan á Íslandi í greininni skoðuð og í alþjóðlegu samhengi. Fram kemur að lækkun afurðaverðs sé um 40% samtals á árunum 2016-2017 sem skýri að mestu erfiðan rekstur íslenskra sauðfjárbúa á undaförnum árum. 

Næstu skref

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir „í aðgerðaáætlun eru dregin saman helstu tækifæri íslenskra sauðfjárbænda til bættrar afkomu, og gerðar tillögur um aðgerðir í því sambandi. Aðgerðirnar sem eru lagðar til taka mið af þessu, þær lúta að rannsóknum á búrekstri og þróun leiðbeininga til bænda, búvörusamningum og öðru er tengist opinberri umgjörð um rekstur búa, afurðastöðva og ekki síst útflutningshluta framleiðslunnar. Tillögurnar eru nú til skoðunar innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins s, m.a. í tengslum við vinnu við sérstaka aðgerðaráætlun í sauðfjárrækt sem unnin er á grundvelli aðgerðaráætlunar til eflingar íslensks landbúnaðar.“ 

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image