Sveppajúkdómar á Íslandi - kynbætur fyrir auknu sjúkdómsþoli mikilvægar

Starfsmenn og nemendur LbhÍ fengu nýverið birta grein í European Journal of Plant Pathology. Í greininni kemur fram að stór hópur sveppa sýkir tegundir af ættkvíslinni Populus en einna stórtækastur er sveppurinn Melampsora larici-populina sem veldur asparryði.
Sveppur þessi fannst fyrst hérlendis í Hveragerði og á Selfossi sumarið 1999 en hefur síðan dreifst jafnt og þétt um landið. Má nú finna asparryð frá Keflavík á suðvesturhorninu og um allt Suðurland, á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýslu, Hallormsstöðum í austri og við Lón á Suðausturlandi. Nýleg rannsókn á stofngerð M. larici-populina hérlendis bendir til skiptingar í tvo megin hópa þar sem annar hópurinn dreifist svo til um allt land en hinn finnst eingöngu í Lóni.
Samanburður á sýnum frá Íslandi og meginlandi Evrópu sýnir að sýnin frá Lóni flokkast með evrópskum sýnum en ekki þeim íslensku. Nærtækasta skýringin á þessu er sú að sveppurinn hafi numið land í tvígang, fyrst árið 1999 og aftur fáum árum síðar. Sé þetta endurtekna landnám fyrirboði um það sem koma skal þá má búast við því að hingað berist með reglulegu millibili sveppir sem sýkt geti íslenskar nytjaplöntur, að minnsta kosti þegar ákveðinni þéttni er náð í ræktun, sem gerir kynbætur fyrir auknu sjúkdómsþoli að mjög mikilvægu framtíðarverkefni.
 
Nýleg grein í Skrínu um sama efni 
 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image