Susanne Möckel ráðin nýr lektor við deild Náttúru og skóga

Susanne Möckel ráðin nýr lektor við deild Náttúru og skóga

Dr. Susanne Claudia Möckel hefur verið ráðin í stöðu lektors við deild Náttúru og skóga. Susanne er með BS, MS og PhD gráður í landfræði frá Háskóla Íslands. Auk þess hefur Susanne lokið hlutanámi í umhverfisverkfræði frá BOKU í Austurríki.

Sérsvið hennar og rannsóknarverkefni eru á sviði jarðvegsfræði á Íslandi. Frá árinu 2022 hefur Susanne verið í nýdoktorsstöðu við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ þar sem hún hefur sinnt verkefninu „Mýrar undir álagi: Áhrif áfoks og gjósku á kolefni í röskuðum mýrum.” Susanne hóf störf í byrjun september.

Rannsóknaráherslur Susanne um þessar mundir eru áhrif áfoks og gjósku á kolefnisferla í mýrum sem og áhrif miðlunarlóna á stöðugleika kolefnis í jarðvegi sem kaffærður verður með tilkomu lóna. Auk þess tekur hún þátt í öðrum jarðvegs- og umhverfisrannsóknum og er spennt fyrir samstarfi með nýjum kollegum sínum við LBHÍ. Einnig mun Susanne sjá um kennslu í jarðvegsfræði.

Við bjóðum Susanne innilega velkomna í hópinn!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image