Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) óskar eftir sumarstarfsfólki við útistörf.
LbhÍ er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir BSc, MSc og PhD gráður ásamt því að bjóða upp á starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umhirða útisvæða
-
Almenn garðyrkjustörf, s.s. grassláttur, hirðing, illgresishreinsun, gróðursetning og vélavinna
-
Umsjón með ungmennum í vinnuskóla Borgarbyggðar
-
Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur
-
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri
-
Bílpróf
-
Vinnuvélaréttindi
-
Reynsla af umhirðu útisvæða og/eða garðyrkjustörfum
-
Frumkvæði, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf
-
Stundvísi og samviskusemi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2025
Nánari upplýsingar veitir
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 4335000
Kristín Theodóra Ragnarsdóttir,
Sími: 4335000