Fjölbreytt sumarstörf eru í boði og er hægt að sækja um til 5. júní n.k. Störfin eru á öllum starfsstöðvum skólans og bæði við rannsóknir, umhirðu og sumarafleysingar.

Sumarstörf við Landbúnaðarháskóla Íslands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ný sumarstörf. Störfin eru hluti af atvinnuátaki félagsmálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands og eru sérstaklega ætluð nemum, 18 ára og eldri.  Störfin eru fjölbreytt og eru stöður á Hvanneyri, Reykjum, Keldnaholti og Gunnarsholti. Störfin felast m.a. í rannsóknum, verkstjórn og umhirðu grænna svæða og fasteigna. Hægt er að sækja um störfin til 5. júní n.k. og veitir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. mannauðs- og gæðastjóri nánari upplýsingar og tekur á móti umsóknum.

  • Sumarstarf við rannsóknir 2 stöðugildi
    Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til vinnu við rannsóknir. Vinnan felur í sér aðstoð við ýmiskonar mælingar og sýnatöku við ræktun og aðstoð við skýrslugerð. Meginstarfsstöð er á Reykjum í Ölfusi.
  • Skiptiborð - afleysing
    Auglýst er eftir sumarstarfsmanni til afleysingar á skiptiborði og annarra tilfallandi starfa á Hvanneyri.
  • Verkstjóri í sumarafleysingar
    Verkstjórn með umhirðu útisvæða á Reykjum í Ölfusi. Menntun á sviði garðyrkju. Vinnuvélaréttindi og reynsla af garðyrkjustörfum og verkstjórn.
  • Starfsmaður á útisvæðum 5 stöðugildi
    Auglýst er eftir starfsmönnum á útisvæði skólans á Reykjum í Ölfusi í almenn garðyrkjustörf á staðnum og umhirðu fasteigna. Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri. Æskilegt að hafa reynslu af garðyrkjustörfum og vinnuvélaréttindi kostur.
  • Starfsmaður á útisvæðum 8 stöðugildi
    Auglýst er eftir starfsmanni á útisvæði skólans á Hvanneyri í Borgarfirði til starfa við almenn garðyrkjustörf og umhirðu útisvæða á staðnum. Reynsla af garðyrkjustörfum er æskileg og kostur ef viðkomandi er með vinnuvélaréttindi. Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri.
  • Aðstoðarsérfræðingur 2 stöðugildi
    Auglýst er eftir sumarstarfsmanni til vinnu við rannsóknir. Vinnan felur í sér aðstoð við ýmiskonar vistfræðirannsóknir, bæði mælingar og sýnatöku utandyra en einnig við tilraunir innandyra.Háskólamenntun æskileg. Meginstarfsstöð er á Reykjum í Ölfusi. 
  • Aðstoðarmaður við rannsóknir
    Óskað er eftir sumarstarfsmanni með háskólapróf á sviði raungreina vegna aðstoðar við rannsóknir. Starfsstöð er á Keldnaholti í Reykjavík.
  • Aðstoðarmaður í jarðræktarrannsóknum
    Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri óskar eftir að ráða aðstoðarmann við umsjón jarðræktarrannsókna. Útivinna við umhirðu tilraunasvæða, uppskeru tilrauna, meðhöndlun sýna og úrvinnslu gagna.
  • Aðstoðarmaður við umhirðu fasteigna 2 stöðugildi
    Auglýst er eftir starfsmanni við umhirðu fasteigna og annarra tilfallandi starfa innnan húss og utan. Starfsstöð er á Keldnaholti í Reykjavík.
  • Aðstoðarsérfræðingur
    Auglýst er eftir sumarstarfsmanni til vinnu við rannsóknir í Gunnarsholt í Rangárvallasýslu. Vinnan felur í sér aðstoð við ýmiskonar vistfræðirannsóknir, bæði mælingar og sýnatöku utandyra en einnig við tilraunir innandyra. Menntun á háskólastigi er æskileg. 
  • Aðstoðarmaður við skógarhögg og verklegar framkvæmdar að Gunnarsholti
    Starfið er í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu og felst í aðstoð við skógarhögg og verklegar framkvæmdir. Viðkomandi þyrfti að vera búsettur á Suðurlandi. Reynsla af garðyrkjustörfum er kostur sem og réttindi á vinnuvélar og keðjusög.
 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image