Guðni Th. Jóhannesson veitir Jóhanni Thorarensen Hvatningarverðlaun Garðyrkjunnar 2019 við hátíðlega athöfn á sumarhátíð Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum. Ljósm. Guðríður Helgadóttir

Sumarhátíð að Reykjum

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur að vanda á Reykjum þar sem miðstöð garðyrkjumenntunar okkar er staðsett. Löng hefð er fyrir hátíðarhöldunum þar og áætlað að allt að 6000 manns hafi lagt leið sína að Reykjum. Húsnæði skólans og gróðurhús voru opin fyrir gesti og gangandi. Hægt var að versla grænmeti, skoða bananahúsið, skoða verkefni nemenda og kynnast fjölbreyttri starfsemi garðyrkjudeildanna ásamt ýmissi afþreyingu fyrir yngslu kynslóðina.

Sérstök hátíðardagskrá í tilefni 80 ára afmælis garðyrkjumenntunar á Íslandi hófst eftir hádegið og var hápunkturinn veiting Hvatningaverðlauna og Heiðursverðlauna Garðyrkjunnar. Að þessu sinni fékk þau Jóhann Thorarensen garðyrkjumaður Hvatningaverðlaun og veitti Guðna Th. Jóhannessyni, forseti Íslands þau. Jóhann er upphafsmaður matjurtagarða Akureyrarbæjar sem hafa notið mikilla vinsæla frá því að þeir voru stofnaðir árið 2009. 

Ásamt hvatningaverðlaunum eru einnig veitt heiðursverðlaun garðyrkjunnar og verknámsstaður ársins. Að þessu sinni féllu Heiðurverðlaunin í skaut Grétars J. Unnsteinssonar, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins. Starf Grétars byggði á traustri undirstöðu föður hans og var það eitt af hans fyrstu verkum að ljúka byggingu nýs skólahúss undir Garðyrkjuskólann, hússins sem nú hýsir starfsemi garðyrkjudeilda Landbúnaðarháskóla Íslans þar sem hátíðardagskráin fór fram.

Verknámsstaður ársins var að þessu sinni Garðheimar – blómaskreytingar, þar sem Jóhanna Margrét Hilmarsdóttir er verknámskennari. 

Við hátíðarhöldinn flaggaði starfsstöð skólans á Reykjum grænfánanum en það er hluti af alþjóðlegu verkefni á vegum Landverndar og leggja skólar áherslu á að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image