Hægt verður að kaupa glænýtt grænmeti

Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur

Skeifudagurinn er uppskeruhátíð nemenda í reiðmennskuáföngum skólans
Skeifudagurinn verður haldinn hátíðlegur á Hvanneyri
Stærsta bananaplantekra Evrópu er á Reykjum
Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur á Reykjum

Landbúnaðarháskóli Íslands heldur sumardaginn fyrsta hátíðlegan að vanda og býður til veislu bæði á Reykjum og Hvanneyri. Löng hefð er fyrir hátíðarhöldunum á báðum stöðum og er það ómissandi partur margra að hefja sumarið með okkur.

80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Reykjum

Á Reykjum munu garðskálarnir okkar opna fyrir gesti og gangandi og verður sérstaklega haldið uppá 80 ára afmæli garðyrkjunáms á Íslandi þann dag. Hátíðardagskrá hefst kl 13.30 að viðstöddum forseta Íslands. Húsin opna kl 10 og er opið til kl 17. Hægt verður að skoða verkefni nemenda og versla glænýtt grænmeti. Skoða stærstu bananaplantekru Evrópu, kynnast býflugnarækt og gæða sér á ketilkaffi til að nefna nokkur dæmi. Dagskrá fyrir börnin og nóg um að vera allan dagin, andlitsmálun, grillaðar pylsur og börn fá að sá sínu eigin salati. Allir velkomnir að koma og njóta. Nánari upplýsingar og dagskrá hérReykir eru miðstöð garðyrkjunáms okkar og eru staðsettir rétt fyrir ofan Hveragerði.

Skeifudagssýning á Hvanneyri

Hestamannafélag nemenda LbhÍ, Grani býður svo til uppskeruhátíðar að öðru tagi en þar keppa nemendur sem stundað hafa hestafræðiáfanga við skólann um Morgunblaðsskeifuna og Gunnarsbikarinn. Hátíðin hefst í hestamiðstöðinni Mið-Fossum kl 13.00 og eru allir velkomnir að líta við og fylgjast með dagskrá. Nemendur sýna afrakstur vetrarins og velvalin sýngaratriði í boði. Að henni lokinni verður kaffisala í aðalbyggingu LbhÍ, Ásgarði á Hvanneyri og hið vinsæla folatollahappdrætti þar sem vinningar eru gjafabréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og leggja grunninn að framtíðargæðingum. Nánari dagskrá er að finna hér. Hestamiðstöðin á Mið-fossum er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Hvanneyri.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image