Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fór fram í gær og var við tilefnið úthlutað styrkjum til rannsóknarverkefna. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, afhenti styrkina og hlaut Anna Guðrún Þórðardóttir, doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, styrk vegna verkefnisins Erfðaleg aðlögun byggs að krefjandi umhverfisaðstæðum. Um er að ræða rannsóknarverkefni þar sem meginmarkmiðið er að stuðla að þróun byggyrkja sem eru aðlöguð kaldtempruðum umhverfisskilyrðum líkt og á Íslandi.
Við óskum styrkþegum innilega til hamingju!