Byggðarannsóknasóður styrkir Landbúnaðarháskólann til verkefnisins Betri búskapur - bættur þjóðarhagur

Styrkur úr Byggðarannsóknasjóði

Landbúnaðarháskóli Íslands hlaut nýverið styrk úr Byggðarannsóknarsjóði uppá 3 milljónir króna fyrir verkefnið Betri búskapur - bættur þjóðarhagur. Verkefnið gengur út á að gera greiningu á þróun í landbúnaði með áherslu á sauðfé og mjólkurframleiðslu og borið saman við nágrannalöndin. Lagt verður mat á framtíðartækifæri til matvælaframleiðslu hér á landi og skoðað hvernig efla megi starfsemi og aðstöðu Landbúnaðarháskólans.

Þrjú verkefni voru styrkt og auk LbhÍ hlutu Háskólinn á Hólum og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi styrki. Nánari upplýsingar um verkefnin er að finna á vef byggðastofnunar

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image