Hefur þú áhuga á jarðvegsfræði, mótvægisaðgerðum við loftslagsbreytinum og skógrækt? Við leitum nú að hæfum meistaranema til vinna að rannsóknaverkefni á áhrifum nýskógræktar á kolefnisbindingu í jarðvegi. Rannsóknirnar fara fram í Heiðmörk í Reykjavík og í Grafningi við Þingvallarvatn. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax í vor og unnið útivinnuna í sumar og fram á haust 2017. Verkefnið tengist öðru MS verkefni sem fer fram samtímis og nemendurnir munu vinna mælingarnar saman, auk aðstoðarmanns. Úrvinnsla fer fram á jarðvegsrannsóknastofu LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík. Styrkur fylgir verkefninu sem greiðir launakostnað í allt að 6 mannmánuði.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við:
Bjarna Diðrik Sigurðsson,