Störf í boði - Aðjúnkt í skipulagsfræði

Sóst er eftir umsækjendum sem hafa mjög góða þekkingu á skipulagsferlum, íslenskri stjórnsýslu skipulagsmála og áætlanagerð á aðal-, svæðis- og landskipulagsstigi.

Störf í boði - Aðjúnkt í skipulagsfræði

Laust er til umsóknar tímabundið starf aðjúnkts í skipulagsfræði við deild Skipulags og hönnunar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Sóst er eftir umsækjendum sem hafa mjög góða þekkingu á skipulagsferlum, íslenskri stjórnsýslu skipulagsmála og áætlanagerð á aðal-, svæðis- og landskipulagsstigi.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið MSc gráðu í skipulagsfræði ásamt því að hafa víðtæka reynslu af starfi tengt stjórnsýslu skipulagsmála. Einnig þarf umsækjandi að geta sýnt fram á hæfi til að kenna og hafa umsjón með námskeiðum á fyrrgreindum sviðum. Deild Skipulags og hönnunar leggur áherslu á rannsóknir og menntun skipulagsfræðinga, með sjálfbæra þróun tengt skipulagi byggðar og náttúrusvæða í íslensku samhengi að leiðarljósi.

Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir BSc, MSc og PhD gráður ásamt því að bjóða upp á starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.

 


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla og þróun námskeiða á MSc stigi

  • Leiðbeining nemenda í lokaverkefnum

  • Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu tengt kennslu og rannsóknum innan háskólans


Hæfniskröfur

  • MSc próf í skipulagsfræði

  • Reynsla af rannsóknum og starfi sem tengjast skipulagsfræði og stjórnsýslu skipulagsmála

  • Reynsla af kennslu og áhugi til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu

  • Reynsla af þátttöku í rannsóknarverkefnum

  • Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

  • Framúrskarandi þekking á stjórnsýslu skipulagsmála er nauðsynleg


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um kennslu á háskólastigi, vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um starfsferil sem tengjast áherslusviði stöðunnar, kennslureynslu, hugmyndir um þróun fræðasviðsins og þekkingarmiðlunar á sviðinu.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Ráðning: 12 mánuðir

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2025


Nánari upplýsingar veitir

Ragnheiður I Þórarinsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

Guðmunda Smáradóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image