Laust er til umsóknar starf aðjúnkts í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Kennsla og þróun námskeiða á grunnstigi
-
Leiðbeining nemenda í lokaverkefnum
-
Virk þátttaka í faglegu þróunarstarfi
-
Uppbygging náms í landslagsarkitektúr og skyldum greinum
Hæfniskröfur
-
Meistaragráða í landslagsarkitektúr eða skyldum greinum
-
Reynsla af starfi í faginu
-
Reynsla af háskólakennslu, reynsla af stúdíókennslu æskileg
-
Kunnátta og þekking á helstu hönnunarforritum
-
Sjálfstæði og góð samstarfshæfni
-
Skapandi hugsun og lipurð í samskiptum
-
Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ásamt kynningarbréfi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Starfshlutfall er 100% en mögulegt er að semja um lægra starfshlutfall sé þess óskað.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Helena Guttormsdóttir,
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000