Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er laust til umsóknar starf verkefnastjóra í umfangsmikið og spennandi verkefni sem snýr að endurheimt vistkerfa á Íslandi
Um er að ræða samstarfsverkefni sjö aðila, stofnana, háskóla og félagasamtaka, sem snýr að því að auka þekkingu og skilning á endurheimt votlendis á láglendi á Íslandi hvað varðar kolefnisbindingu, vistfræði votlendis og áhrif endurheimtar á líffræðilegan fjölbreytileika. Megináhersla verkefnisins verður á fræðslu og miðlun ásamt því að tryggja gott samstarf og sjálfbærni málaflokksins til framtíðar. Verkefnið er styrkt af LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins
Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir verkefnið og mun verkefnastjóri verða hluti af öflugu teymi sérfræðinga í málefnum endurheimtar vistkerfa ásamt verkefnastjórn verkefnis. Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttu umhverfi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði náttúruvísinda kostur
-
Reynsla af rekstri stórra verkefna, t.d. Evrópuverkefna á sviði rannsókna og nýsköpunar, er æskileg
-
Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
-
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
-
Reynsla af teymisvinnu
-
Hæfni í miðlun upplýsinga með áhrifaríkum hætti í ræðu og riti
-
Framúrskarandi vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
-
Góð stafræn hæfni
Hæfniskröfur
-
Verkefnastjórnun samstarfsverkefnisins
-
Eftirfylgni með verkþáttum, skilvirk umsýsla, skýrslugerð og miðlun
-
Samskipti við samstarfsaðila í verkefninu auk hagaðila
-
Samskipti við styrkveitanda (CINEA)
-
Miðlun niðurstaðna til sérfræðinga og almennings
-
Aðstoð við undirbúning annarra umsókna í alþjóðlega sjóði með áherslu á fjármála- og áætlanagerð
-
Önnur tilfallandi verkefni
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur eru beðnir um að láta ferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn sinni.
Æskilegt er að verkefnastjórinn geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2025
Nánari upplýsingar veitir
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000
Björn Þorsteinsson,
Sími: 433 5000