Markmið starfsins er að tryggja skilvirka stjórnun upplýsinga, vinnslu þeirra, miðlun og vörslu til hagræðingar fyrir starfsemi skólans og efla hagnýtingu upplýsinga- og miðlunarkerfa.
Meðal helstu verkefna eru
- Að byggja upp samræmt stjórnkerfi gagna fyrir starfsemi skólans Innleiða stefnu og verklag við meðhöndlun gagna
 - Uppfylla m.a. kröfur til opinberra skjalasafna og þarfir skólans til hagkvæmni og skilvirkni í rekstri við meðhöndlun upplýsinga
 - Innleiða rafræna skjalavörslu
 - Sjá um rekstur upplýsingastjórnkerfis svo og skjalasafn skólans
 - Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna
 - Aðstoða við öflun upplýsinga og miðlun
 - Að vinna með og hagnýta ýmis töluleg gögn er varða starfsemi skólans
 - Þátttaka í þróun og innleiðingu nýjunga varðandi hagnýtingu upplýsingatækni við kennslu
 - Sinna ýmsum tilfallandi verkefnum og umbótum er styðja við umgjörð kennslu og rannsókna
 
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 - Góðir stjórnunar- og samskiptahæfileikar mikilvægir
 - Reynsla af innleiðingu upplýsinga- og skjala- stjórnunar og rekstri mikilvæg
 - Haldgóð reynsla í öflun upplýsinga og miðlun
 - Gott vald á upplýsingatækni
 - Frumkvæði og skipulagshæfni
 - Hæfni til að tileinka sér nýja færni og þekkingu
 - Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku
 
Frekari upplýsingar
- Guðmunda Smáradóttir, mannauðsstjóri. 433 5000 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
Umsóknarfrestur er til 28. mars 2022


 


