Störf í boði – Lektor í hestafræði

LbhÍ býður upp á grunn- og framhaldsnám í hestafræði og myndi viðkomandi koma að uppbyggingu námsins og kennslu, auk þess að sinna rannsóknum tengdum íslenska hestinum.

Störf í boði – Lektor í hestafræði

Starf lektors í hestafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er laust til umsóknar. LbhÍ býður upp á grunn- og framhaldsnám í hestafræði og myndi viðkomandi koma að uppbyggingu námsins og kennslu, auk þess að sinna rannsóknum tengdum íslenska hestinum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Byggja upp og leiða alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir í hestafræði með áherslu á íslenska hestinn

  • Birta ritrýndar vísindagreinar, afla rannsóknarstyrkja og taka virkan þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi

  • Kennsla og þróun námskeiða á grunn- og framhaldsstigi

  • Leiðbeina nemendum í rannsóknaverkefnum

  • Taka virkan þátt í faglegu þróunarstarfi og uppbyggingu innan háskólans


Hæfniskröfur

  • Doktorspróf í búvísindum, hestafræði eða skyldum greinum

  • Þekking og reynsla af rannsóknum í hestafræði

  • Reynsla af kennslu, ásamt getu og vilja til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu

  • Skýr framtíðarsýn varðandi rannsóknir og þróun fræðasviðsins

  • Geta til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp

  • Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.


Um Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ vinnur að sjálfbærri nýtingu auðlinda, hágæða landbúnaðarframleiðslu og leggur áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni í allri starfsemi sinni. LbhÍ veitir gráður á BSc, MSc og doktorsstigi ásamt því að bjóða upp á starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi. LbhÍ er með tvær starfsstöðvar, á Hvanneyri og á Keldnaholti í Reykjavík.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni kynningarbréf auk vottorðs um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið.

Við ráðningu í störf við LbhÍ er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.02.2025


Nánari upplýsingar veitir

Guðmunda Smáradóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

Björn Þorsteinsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 433 5000

 
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image