Starf fjósameistara Hvanneyrarbúsins ehf við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú laust til umsóknar.
Hlutverk Landbúnaðarháskólans er að skapa og miðla þekkingu á sjálfbærri nýtingu auðlinda, umhverfisskipulagi og landbúnaði á Norðurslóðum. Viðkomandi starfsmaður yrði hluti af teymi LbhÍ sem hefur umsjón með rekstri Hvanneyrarbúsins í samráði við bústjóra. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni
- Umsjón og rekstur fjóssins á Hvanneyri
- Fóðrun og dagleg umhirða gripa Umsjón ræktunarstefnu og hjarðskýrsluhalds
- Almennt viðhald og viðgerðir véla og tækja
- Jarðvinnsla og heyskapur
- Leiðbeining nemenda í verklegu námi í búfræði og móttaka gesta Virk
- þátttaka í uppbyggingu og innleiðingu nýsköpunar í búrekstri
- Samstarf við teymi kennara og sérfræðinga Landbúnaðarháskóla Íslands við verklega kennslu og rannsóknir í nautgriparækt, jarðrækt, bútækni og umhverfismálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Búfræðipróf og/eða BS próf í búvísindum, auk annarrar menntunar sem nýtist í starfi
- Reynsla af hirðingu búfjár og vélavinnu
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2022
Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og helst eigi síðar en byrjun maí 2022.
Tilgangur Hvanneyrarbúsins ehf er að reka á hagkvæman hátt kúabú í þágu kennslu og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands.
Nánari upplýsingar veita
- Egill Gunnarsson, bústjóri Hvanneyrarbúsins,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , s. 848 2215 - Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri LBHÍ,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , s. 433 5000