Störf í boði - Bústjóri Hvanneyrarbúsins ehf

Störf í boði - Bústjóri Hvanneyrarbúsins ehf

Starf bústjóra Hvanneyrarbúsins ehf er laust til umsóknar. Hlutverk Hvanneyrarbúsins er búrekstur í þágu kennslu- og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands.


Félagið á að skapa aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn LbhÍ og samstarfsaðila þeirra til fræðslu og
rannsókna sem tengjast nautgriparækt, sauðfjárrækt, jarðrækt, auðlindanýtingu og umhverfisvernd.
Viðkomandi starfsmaður hefur umsjón með rekstri Hvanneyrarbúsins. Um fullt starf er að ræða.


Helstu verkefni

  • Umsjón með starfsemi og rekstri Hvanneyrarbúsins
  • Umsjón með ræktunarstefnu, lögbundnu hjarðskýrsluhaldi og öðru skýrsluhaldi fyrir rannsóknir og kennslu
  • Umsjón með aðbúnaði búfjár og viðhaldi á aðstöðu og tækjabúnaði
  • Vinna við gegningar, heyskap, jarðrækt og fleira
  • Þátttaka í rannsóknum og mælingum
  • Móttaka nemenda, kennara og tilfallandi gesta
  • Virk þátttaka í uppbyggingu og innleiðingu nýsköpunar í búrekstri sem og önnur störf er tilheyra búrekstri

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Próf í búvísindum eða skyldum greinum
  • Stjórnunarreynsla og reynsla af rekstri
  • Reynsla af nautgriparækt, sauðfjárrækt og vélavinnu
  • Önnur iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Sjálfstæð, skipulögð og snyrtileg vinnubrögð
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku


Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2025

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf eigi síðar en 1. apríl 2025.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag
hafa gert. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Nánari upplýsingar veita:

  • Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Hvanneyrarbúsins, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s. 433-5000
  • Theodóra Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s. 433-5000
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image