Störf í boði - Bústjóri á tilraua- og kennslubúi LbhÍ að Hesti

Störf í boði - Bústjóri á tilrauna- og kennslubúi Lbhí að Hesti

Laust er til umsóknar starf bústjóra á tilrauna- og kennslubúi Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), í sauðfjárrækt, að Hesti í Andakíl.

Að Hesti er rekið tilrauna- og kennslubú í sauðfjárrækt og tilgangur búsins er að skapa aðstöðu fyrir rannsóknir og kennslu í búgreininni. Áhersla er lögð á gott skýrsluhald um bústofninn ásamt reglusemi og snyrtimennsku í öllu sem varðar búreksturinn. Fjárfjöldi er um 650 vetrarfóðraðar kindur. Umsækjendur skulu hafa lokið búfræðiprófi og það telst kostur að hafa einnig lokið B.Sc. prófi í búvísindum eða sambærilegu námi. Reynsla af sauðfjárbúskap er nauðsynleg.

Bústjóri vinnur með öðrum sérfræðingum LbhÍ að skipulagningu og framkvæmd tilrauna í sauðfjárrækt ásamt undirbúningi og aðstoð við verklega kennslu. Krafist er lipurðar í mannlegum samskiptum og sjálfstæðra vinnubragða auk góðrar hæfni til að miðla eigin kunnáttu. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf 1. desember 2018 eða sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sæmundur Sveinsson rektor í síma 433 5000 eða tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2018. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands, b/t Arna Garðarsdóttir Ásgarði - 311 Hvanneyri eða í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil og starfsferilskrá. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsókn- um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image