Lausar eru til umsóknar fjórar stöður við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Störf í boði

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir lausar fjórar stöður. Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á Norðurslóðum. Umsóknarfrestur um stöðurnar er 11. maí 2021. Störfin sem um ræðir eru umhverfisstjóri, launafulltrúi á rekstrarsviði, námsbrautarstjóri í búfræðum og kennari í búfræðum. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Umhverfisstjóri

Við óskum eftir að ráða faglegan og metnaðarfullan umhverfisstjóra á rekstrarsvið skólans. Umhverfisstjóri hefur umsjón með uppbyggingu og umhirðu útisvæða skólans á öllum starfsstöðvum hans. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkefni

  • Umsjón með uppbyggingu og viðhaldi útisvæða við allar starfsstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Umsjón með þróun faglegrar stefnu fyrir þann hluta friðlands fugla í Andakíl sem er innan Hvanneyrarjarðarinnar í samstarfi við Umhverfisstofnun
  • Mótun og innleiðing stefnu í umhverfismálum
  • Umsjón með uppbyggingu og viðhaldi útisvæða á jarðeignum skólans
  • Eftirlit með aðkeyptum verklegum framkvæmdum á útisvæðum skólans
  • Umsjón með sumarstörfum garðyrkjunnar
  • Kennsla

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af umhirðu grænna svæða
  • Reynsla af verkstjórn og/eða verkefnastjórnun
  • Heiðarleiki og traust í mannlegum samskiptum og nákvæmni í vinnubrögðum

Nánari upplýsingar veita

  • Theodóra Ragnarsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Sími 433-5000
  • Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2021

Launafulltrúi á rekstrarsviði

Við óskum eftir að ráða nákvæman og samviskusaman launafulltrúa á rekstrarsvið skólans á Hvanneyri. Um er að ræða 50% stöðu.

Helstu verkefni

  • Launaútreikningur og frágangur launa
  • Ýmis greiningarvinna og úrvinnsla á sviði kjaramála
  • Upplýsingagjöf varðandi launavinnslu
  • Samskipti við Fjársýslu ríkisins
  • Aðrir verkþættir í samráði við næsta yfirmann

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun er skilyrði
  • Þekking og reynsla á launavinnslu er skilyrði
  • Þekking og reynsla á ORRA bókhaldskerfi er kostur
  • Hæfni til að greina gögn og upplýsingar
  • Þjónustulund og góð samskiptahæfni
  • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð

Nánari upplýsingar veita

  • Theodóra Ragnarsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Sími 433-5000
  • Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2021

Námsbrautarstjóra í búfræðum

Við óskum eftir að ráða áhugasaman og metnaðarfullan starfsmann til að stýra námsbraut í búfræðum. Viðkomandi starfsmaður yrði hluti af deild Ræktunar og fæðu. Búfræði er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Þungamiðja námsins er á sviði búfjárræktar, jarðræktar og búrekstrar. Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni nemenda til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf. Áhersla er einnig lögð á hvers kyns nýsköpun í búrekstri og nýtingu landsins gæða með sjálfbærni að leiðarljósi.

Helstu verkefni

  • Fagleg umsjón með námsbraut í búfræðum
  • Bókleg og verkleg kennsla
  • Eftirlit með framkvæmd kennslu og frumkvæði að þróun og gæðastarfi
  • Skipulag stundatöflu, kennslu og fjárnáms
  • Umsjón með stundakennurum
  • Umsjón með nemendum frá umsókn til útskriftar
  • Kynningarstarf í samvinnu við kynningarstjóra
  • Samskipti við fagaðila innanlands og erlendis

Hæfniskröfur

  • BS próf í búvísindum og/eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Búfræðipróf æskilegt
  • Reynsla af búrekstri æskileg
  • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
  • Skipulagsfærni
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku

Nánari upplýsingar veita

  • Þóroddur Sveinsson, deildarforseti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Sími 433-5000
  • Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2021

Kennari í búfræðum

Við óskum eftir að ráða áhugasaman og metnaðarfullan kennara í búfræðum við deild Ræktunar og fæðu. Búfræði er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Þungamiðja námsins er á sviði búfjárræktar, jarðræktar og búrekstrar. Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni nemenda til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf. Áhersla er einnig lögð á hvers kyns nýsköpun í búrekstri og nýtingu landsins gæða með sjálfbærni að leiðarljósi.

Helstu verkefni  

  • Umsjón með áföngum, kennslu, námsgögnum og skipulagi
  • Skipulag verklegrar kennslu og verkefna
  • Námsmat nemenda
  • Þátttaka í uppbyggingu og þróun náms og skólastarfs

Hæfniskröfur  

  • BS próf í búvísindum eða sambærileg menntun
  • Búfræðipróf æskilegt
  • Hagnýt reynsla og þekking á ýmsum sviðum landbúnaðar
  • Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
  • Skipulagsfærni
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku

Nánari upplýsingar veita

  • Þóroddur Sveinsson, deildarforseti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Sími 433-5000
  • Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2021

 

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image