Störf í boði

Störf í boði

Lausar eru til umsóknar þrjár stöður við Landbúnaðarháskóla Íslands. Um ræðir hlutastarf móttökufulltrúa á Hvanneyri og tvær lektorsstöður við Auðlinda- og umhverfisdeild. Annars vegar lektor í búvísindum og hinsvegar í umhverfisfræðum. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan.

 

Móttökufulltrúi

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða til starfa móttökufulltrúa á Hvanneyri.

Starfið felst aðallega í:
• Símsvörun
• Meðhöndlun póstsendinga - Aðstoð og þjónusta við nemendur og aðra
• Ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:
• Áhersla er lögð á vandvirkni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
• Stundvísi er mikilvægur eiginleiki. 

Um er að ræða 50% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf um áramót. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2019. Umsóknir sendist til mannauðsstjóra skólans, Örnu Garðarsdóttur, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Theodóra Ragnarsdóttir rekstarstjóri í síma: 860 7300.

------------------------

 

Lektor í búvísindum

Laust er til umsóknar 100% starf lektors í búvísindum með áherslu á búfjárrækt við Auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ.
Starfsskyldur: Rannsóknir, kennsla og stjórnun við Auðlinda- og umhverfisdeild:
• Byggja upp alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir á sérsviði sínu, birta ritrýndar vísindagreinar, afla rannsóknarstyrkja og taka virkan þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi.
• Leiðbeina nemendum í rannsóknaverkefnum og kenna námskeið á grunn- og framhaldsstigi. Lektor hefur tækifæri til að þróa námskeið í grunn- og framhaldsnámi.
• Taka virkan þátt í störfum deildar eftir því sem þörf krefur. Menntunar- og hæfniskröfur:
• Doktorspróf í búvísindum, dýralækningum eða skyldum greinum er æskilegt en ekki skilyrði.
• Góð grunnþekking og reynsla af rannsóknum á líffræði eða ræktun búfjár.
• Þekking á landbúnaði á norðlægum slóðum er æskileg.
• Reynsla af rannsóknum á sviði kynbótafræði eða atferlis og aðbúnaðar búfjár er kostur.
• Reynsla og þekking á virðisaukningu landbúnaðarafurða í gegnum nýsköpun er kostur.
• Umsækjandi hafi kynnt rannsóknir sínar á viðurkenndum vettvangi og hafi skýra framtíðarsýn í þeim efnum.
• Reynsla af kennslu og geta og vilji til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu.
• Aðild að rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknastyrkja í samvinnu við aðra.
• Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
• Íslenskukunnátta er æskileg.

Upphafleg ráðning verður til fimm ára í samræmi við lög um opinbera háskóla nr. 85/2008. Að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og eigi síðar en 1. maí 2019. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum Landbúnaðarháskóla Íslands er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 20. september 2012. Kennsla í grunnnámi við LbhÍ fer að jafnaði fram á íslensku í samræmi við málstefnu skólans. Ef móðurmál viðkomandi er ekki íslenska er ætlast til að hann hafi öðlast næga færni til að nota íslensku við kennslu innan þriggja ára frá því að hann hefur störf.

Meginstarfsstöðvar LbhÍ eru þrjár: að Hvanneyri í Borgarfirði, á Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Kennsla sú sem fellur undir umrætt starf fer fram að Hvanneyri.

Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Snorra Baldursson, deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar í síma +433 5000 eða með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2019. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Arna Garðarsdóttir Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um rannsóknaráherslur, hugmyndir um kennsluaðferðir/þróun þekkingarmiðlunar á sviðinu og samskiptahæfni umsækjanda.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

------------------------

 

Lektor í umhverfisfræðum 

Laust er til umsóknar 100% starf lektors í umhverfisfræðum með áherslu á sjálfbæra landnýtingu við Auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ.

Starfsskyldur: Rannsóknir, kennsla og stjórnun við Auðlinda- og umhverfisdeild:

• Byggja upp alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir á sérsviði sínu, birta ritrýndar vísindagreinar, afla rannsóknarstyrkja og taka virkan þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi.
• Leiðbeina nemendum í rannsóknaverkefnum og kenna námskeið á grunn- og framhaldsstigi. Lektor hefur tækifæri til að þróa námskeið í grunn- og framhaldsnámi.
• Taka virkan þátt í störfum deildar eftir því sem þörf krefur. Menntunar- og hæfniskröfur:
• Doktorspróf í plöntuvistfræði, vistkerfisfræði, vistfræði landnýtingar, vistþjónustu, jarðvegsfræði eða öðrum greinum er nýtast við starfið.
• Góð tölfræðikunnátta og geta til að vinna úr viðamiklum gögnum er kostur.
• Þekking og reynsla af rannsóknum er tengjast sjálfbærni og landnýtingu, þ.m.t. af notkun landupplýsingakerfa, er æskileg.
• Umsækjandi hafi kynnt rannsóknir sínar á viðurkenndum vettvangi og hafi skýra framtíðarsýn í þeim efnum.
• Reynsla af kennslu og geta og vilji til fjölbreyttrar þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu.
• Aðild að rannsóknarverkefnum og öflun rannsóknastyrkja í samvinnu við aðra.
• Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum.
• Íslenskukunnátta er æskileg.

Upphafleg ráðning verður til fimm ára í samræmi við lög um opinbera háskóla nr. 85/2008. Að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og eigi síðar en 1. maí, 2019.

Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum LbhÍ er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu ef umsækjandi uppfyllir viðkomandi hæfnisviðmið.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 20. september 2012. Kennsla í grunnnámi við LbhÍ fer að jafnaði fram á íslensku í samræmi við málstefnu skólans. Ef móðurmál viðkomandi er ekki íslenska er ætlast til að hann hafi öðlast næga færni til að nota íslensku við kennslu innan þriggja ára frá upphafi starfs.

Meginstarfsstöðvar LbhÍ eru þrjár: að Hvanneyri í Borgarfirði, á Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Kennsla sú sem fellur undir umrætt starf fer fram að Hvanneyri og/eða Keldnaholti. Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Snorra Baldursson, deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar í síma +433 5000 eða með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2019. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Arna Garðarsdóttir Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um samskiptahæfni umsækjanda, rannsóknaráherslur og hugmyndir um kennsluaðferðir/þróun þekkingarmiðlunar á sviðinu.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image