Stóðhestar valdir í blóðugar fórnir við greftrun á víkingaöld. Greiningar á fornu erfðaefni varpa ljósi á kyn hrossa sem grafin voru með fólki á 10. öld á Íslandi

Stóðhestar valdir í blóðugar fórnir við greftrun á víkingaöld

Um 1100 ára gamal jaxl úr hrossi úr kumlinu frá Sturluflöt sem fornDNA sýni var tekið úr. Kumlið á Sturluflöt var grafið
Hælbein úr hrossi sem fannst í hellinum Leyni á Snæfellsnesi sem fannst árið 2014. Í Leyni hafðist fólk við um skamman tíma fyrir 1000 árum síðan. Hælbeinið reyndist vera úr hryssu sem líklega var étin af þeim sem dvöldust í hellinum.

Greiningar á fornu erfðaefni varpa ljósi á hross sem grafin voru með fólki á 10. öld á Íslandi.

Á Íslandi hafa fundist 350 kuml (grafir úr heiðni) kuml og eru þau flest frá 10. öld. Talið er að fólksfjöldi á Íslandi hafi talið allt að 9000 manns í kringum árið 930 og það er því ljóst að aðeins ákveðið fólk var greftrað með haugfé í kumlum. Grafir og gripir sem lagðir eru með í þær gefa miklar upplýsingar um það samfélag sem var að þróast á Íslandi á eftir landnám.

Haugfé

Hestar voru algengasta haugféð sem lagt var í kuml á Íslandi en þar sem flest kuml hér á landi fundust við vegagerð og aðrar framkvæmdir fyrir 50-100 árum síðan voru þau oft afar illa varðveitt og ekki rannsökuð af fornleifafræðingum þegar þau fundust. Því skilaði sér oft aðeins lítill hluti þeirra hestabeina sem voru í kumlum á Þjóðminjasafnið.

Til að kyngreina beinagrind úr hrossi þarf annað hvort að vera til staðar vel varðveitt mjaðmagrind eða vígtönn en flestar mera hafa ekki slíkar tennur. Erfitt hefur verið að greina kyn hrossa í íslenskum kumlum með hefðbundnum aðferðum vegna þess hve illa varðveittar margar beinagrindur voru.

Rannsóknir með fornDNA

Með því að gera fornerfðafræðilega rannsókn (fornDNA greiningu) á tönnum úr 19 hrossum úr íslenskum kumlum hafa vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann í Osló og Minjastofnun Íslands staðfest að því að mikill meirihluti þeirra hesta sem lagðir voru í kuml voru karlkyns. Aðeins eitt hrossbein, frá kumlateignum á Böggvisstöðum við Dalvík, var úr hryssu. Greind voru þrjú hrossbein sem ekki fundust í kumlum, frá Granastöðum sem er býli frá víkingaöld og úr hellinum Leyni á Snæfellsnesi. Þau bein reyndust öll koma úr hryssum.

Greinin birtist í opnum aðgangi tímaritinu Journal of Archaeological Science en rannsóknin var unnin fyrir styrki úr rannsóknasjóði Rannís og frá The Research Council of Norway
Nistelberger, H. M., Pálsdóttir, A. H., Star, B., Leifsson, R., Gondek, A. T., Orlando, L., Barrett, J. H., Hallsson, J. H., Boessenkool, S. (2019). Sexing Viking Age horses from burial and non-burial sites in Iceland using ancient DNA. Journal of Archaeological Science, 101, 115–122. https://doi.org/10.1016/j.jas.2018.11.007.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image