Steinar B . Aðalbjörnsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri á skrifstofu rektors. Steinar er með BSc. próf í matvæla- og næringarfræði frá Auburn University, MSc. próf í næringarfræði frá sama skóla og viðbótar næringarráðgjafaréttindi frá University of Alabama at Birmingham. Steinar er auk þess með diplóma gráðu í stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarin ár hefur Steinar m.a. starfað sem fyrirlesari, kennari, næringarfræðingur og markaðs- og fræðslustjóri en lengst af starfað sem forstöðumaður kynningar- og fræðslumála hjá Matís.
Steinar hóf störf nú í byrjun október og vinnur að verkefnum tengdum Endurmenntun, markaðsstarfi skólans auk umsjónar með samskiptum við hagaðila og fleiri umsýsluverkefni á skrifstofu rektors.
Við bjóðum Steinar innilega velkominn til starfa!