Starfsnemar hjá LBHÍ á Hvanneyri við rannsóknarstörf

Hér eru þrír starfsnemar sem starfa við rannsóknir á Hvanneyri í sumar. Frá vinstri Elise Calesse, Julie Commins í miðju og Nathan Pythoud til hægri.

Starfsnemar á Hvanneyri

Hjá okkur á Hvanneyri eru nú þrír starfsnemar sem vinna við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ og hjá Hvanneyrarbúinu ásamst ýmsu tilfallandi er varðar búrekstur, tilraunir rannsóknir. Þau voru nýverið saman við mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvegi sem fengið hafði mismunandi blöndur af lífrænum áburði. Þau sögðu okkur aðeins frá námi sínu og hvert þau stefna að því loknu.

Ég heiti Elise Calesse og kem frá norður Frakklandi. Ég er að læra búvísindi við tækniháskóla ISA í Lille og sérhæfi mig í búfénaði. Ég verð að vinna á Hvanneyri sem starfsnemi næstu 2 mánuði sem hluti af námi mínu sem krefst verklegrar þekkingar. Nú er ég að vinna að verkefni í fjósi Hvanneyrarbúsins þar sem verið er að mæla metanlosun kúa þegar þær éta. Ég aðstoða einnig við aðrar tilraunir og rannsóknir sem eru í gangi á Hvanneyri. Í haust mun ég svo klára námið mitt í Frakklandi og sé þá fyrir mér að taka mér pásu í ár til að ferðast. Í framhaldi af því stefni ég á að koma aftur til Íslands og starfa við búfénað hér. Mín besta reynsla hér á Íslandi er að fara í leitir og smala saman féinu af fjalli og reka í réttirnar.“

Starfsnemarnir við mælingar í tilraunareit á Hvanneyri

 

Nathan Pythoud er 23 ára frá Sviss og stundar nám í landbúnaðarvísindum með áherslu á plöntufræði við háskólann í Bern. „Hér á Hvanneyri vinn ég við mismunandi verkefni tengd rannsóknum og tilraunum sem eru í gangi.

Ég öðlast góða reynslu hér á Íslandi þar sem loftslagið og landbúnaðurinn er frábrugðinn því sem gerist í miðevrópu. Það er mjög spennandi að vinna með áskoranirnar hér og þær rannsóknir sem tengjast þeim. Þegar ég verð búin hér þá mun ég hefja meistaranám mitt sem snýr að jarðvegsfræði og kortlagningu, þá stafræn jarðvegskortagerð.

Ferðagas greinir er notaður við að lesa hve mikið jarðvegurinn losar af gróðurhúsalofttegundum. Julie til vinstri og Elise til hægri.

 

„Ég heiti Julie Commins og kem frá frönsku eyjunni Reunion. Ég stunda nám í jarðræktarfræðum í Dijon við L‘Institut Agro Dijon og mun sérhæfa mig í jarðvistfræði e. Agroecology í grænmetisframleiðslu á næsta ári. Ég stefni að því að vinna sem verkefnastjóri og leitast við að finna vistvænni lausnir við staðbundum áskorunum í Frakklandi.

Hér á Hvanneyri er ég í fimm mánaða verknámi sem er hluti af meistaranámi mínu, þar sem ég ég stunda nám í áhrifum umhverfisþátta á mismunandi leiðir til aburðargjafa á tún eða graslendi. Ég geri greiningar á gróðri, jarðvegi og losun gróðurhúsaloftteguna í langtíma rannsókn sem hefur verið í gangi síðan 1970. Sú tilraun fjallar að mestu um steinefni í áburði. Einnig vinn ég með fyrirtækinu Melta við að meta losun gróðurhúsategunda á mismunandi samsetningu lífræns áburðar (Sjá mynd).

Núna er mjög gott að vera á Hvanneyri sem er rólegur staður þó vetrarveðrið geti verið mjög krefjandi en umhverfið er fallegt og villt náttúra allt um kring. Fólkið er mjög vingjarnlegt og hjálpsamt. Að mínu mati er einn besti hluturinn við Íslands að ganga í gegnum hraunbreiður og skoða hella í einstöku langslagi.“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image